Frétt - 26.01.2018

Er mygla í húsinu? Fræðslufundur 31. janúar

Samtök verslunar og þjónustu og Mannvit efna til fræðslufundar miðvikudaginn 31. janúar nk. kl. 8.30 - 10.00 í Háteigi, Grand Hóteli.

Á fundinum verður fjallað um áhrif myglu í húsum á líðan, heilsu og réttarstöðu fólks.

  • Hefur mygla/raki í húsnæði áhrif á heilsu fólks? 
    María Ingibjörg Gunnbjörnsdóttir, lungna- og ofnæmislæknir á LSH

  • Innivist - líðan fólks í húsnæði
    Kristján Guðlaugsson og Alma Dagbjört Ívarsdóttir, verkfræðingar hjá Mannviti

  • Myglan og réttarstaðan
    Othar Örn Petersen, hrl á Logos

 

Morgunverður í boði frá kl. 8.00.

Smelltu hér til að skrá þig inná vef SVÞ.