
EU Taxonomy: Byrði eða tækifæri?
Mannvit stendur fyrir opnum fræðslufundi í höfuðstöðvum sínum að Urðarhvarfi 6, þriðjudaginn 14. nóvember frá kl. 9:00 til 10:00.
Fjallað verður um það hvernig alþjóðleg verkfæri geta styrkt fyrirtæki og samfélög með því að greina áhættur og tækifæri í tengslum við aukið loftslagsþol.
Markmið fundarins er að kafa dýpra ofan í undirbúning og aðgerðir í tengslum við loftslagsáhrif og aukið loftslagsþol sveitarfélaga, innviða og fyrirtækja. Farið verður yfir samband EU Taxonomy og vottunarkerfa við aðlögun að loftslagsbreytingum. Auk þess verður gefin innsýn í hvernig alþjóðleg löggjöf og aðferðarfræði getur aðstoðað okkur við að greina loftlagstengdar áhættur og tækifæri.
Í lok fundar mun Sandra Rán Ásgrímsdóttir, teymisstjóri á sviði sjálfbærni hjá Mannviti, leiða umræður.
Dagskrá:
8:30 - Húsið opnar með kaffi og meðlæti
9:00 - Allt er (loftslags)breytingum háð
María Stefánsdóttir, umhverfisverkfræðingur hjá Mannviti
9:10 - Fjárhagsleg áhætta loftslagsbreytinga
Kristján Andrésson, sérfræðingur í sjálfbærniáhættu hjá Íslandsbanka
9:25 - EU-Taxonomy og lausnir sem auka loftslagsþol
Gitte Gylling, framkvæmdastjóri sjálfbærni hjá COWI í Danmörku
9:45 - 10:00 - Pallborðsumræður
Fundarstjóri er Sandra Rán Ásgrímsdóttir
Skráning fer fram á vef Mannvits.
Staðsetning: Mannvit, Urðarhvarfi 6, 203 Kópavogi, fundarsal 113, 1. hæð.
Dagsetning: Þriðjudagur, 14. nóvember.
Tími: 9:00-10:00.