Héðinsfjarðargöng
Frétt - 29.08.2019

Evrópska jarðtækniráðstefnan í Hörpu

Sautjánda Evrópska jarðtækniráðstefnan fer fram í Hörpu dagana 1. - 6. september 2019. Jarðtæknifélag Íslands stendur m.a. að baki ráðstefnunnar ásamt fagsýningar sem haldin verður samhliða. Mannvit verður með bás nr. 27 á sýningunni og býður alla þátttakendur velkomna að líta við á básinn. Mannvit hefur mikla reynslu á sviði jarðtæknilegrar hönnunar en jarðtækni er grunnurinn í mannvirkjagerð. Jarðtæknilegar leiðir og lausnir eru nauðsynlegar til að tryggja öryggi innviða og sjálfbæra þróun.

Viðburður eins og Evrópska jarðtæknisráðstefnan er ætlað að deila þekkingu og reynslu fagaðila, kynna nýjungar, rannsóknir og þróun í tækni og búnaði. Þar verða einnig kynntar skýrslur um árangursríkar jarðtæknilegar framkvæmdir og beitingu jarðtæknilegra hönnunaraðferða. Á ráðstefnunni gefst þátttakendum einnig tækifæri til að vekja athygli annarra á mikilvægi jarðtækni sviðsins , sérstaklega þeirra sem beint eða óbeint treysta á þjónustu ráðgjafa eins og Mannvit, hvort sem er þekkingu eða reynslu.

Jarðtækni er lykillinn að öruggum og sjálfbærum innviðum. Fjárfesting í vandaðri jarðtæknilegri vinnu er nauðsynleg til árangursríkrar og öruggrar hönnunar, smíði og rekstrar hvers konar innviða. 

Sjá má frekari upplýsingar á vef ráðstefnunnar sem heitir ECSMGE 2019.