Eyjólfur Árni - Mannvit.is
Álit - 26.03.2013

Eyjólfur Árni hvetur til fjárfestingar og orðvarari umræðu

„Erlendir fjárfestar hafa greinilegar áhyggjur af pólitískum óstöðugleika á Íslandi, þeir óttast að ekki einu sinni undirritaðir samningar haldi gagnvart stjórnvöldum og hafa sumir fengið að kenna á afar hvikulu skattaumhverfi,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri Mannvits, meðal annars í viðtali sem birtist á dögunum í blaðinu Sóknarfæri og dreift var með Morgunblaðinu.

Hann hvetur þar stjórnmálamenn til að gæta orða sinna í pólitískri umræðu en nýta frekar orku sína til að stuðla að að auknum fjárfestingum og að aflétta gjaldeyrishöftum.

Viðtalið vakti athygli og meðal annars voru lesnir upp úr því kaflar í ræðustóli Alþingis í umræðum um efnahags- og atvinnumál.

Viðtalið má sjá hér: Sóknarfæri