Eykon AS and Kolvetni AS Merge - Mannvit.is
Frétt - 23.08.2013

Eykon og Kolvetni sameinast

Kolvetni AS í Noregi, félag að hluta í eigu Mannvits, hefur sameinast Eykon AS, öðru íslensku olíufélagi. Kolvetni AS tekur Eykon AS yfir í skiptum fyrir hlutabréf. Hið sameinaða félag hefur tekið upp nafn Eykons. Það mun hafa tvö olíuleitar og -vinnsluleyfi á Drekasvæðinu í samstarfi við Ithaca Energy, CNOOC, eitt stærsta olíufélag heims, og Petoro í Noregi. Um er að ræða stærsta íslenska félagið í olíuleit og -vinnslu. Félagið stefnir á uppbyggingu í Noregi og að sækja um leitar- og vinnsluleyfi þar. Eykon einblínir á Norður-Atlantshaf, þar sem það hefur sérþekkingu á öllum sviðum olíuleitar og hefur ýmislegt að bjóða stærri félögum frá öðrum heimshlutum sem hafa hug á að hefja starfsemi þar. Það er von aðstandenda að þessi starfsemi, með tengingu við Noreg, muni styrkja starfsemina á Íslandi og uppbyggingu þekkingar, bæði í olíuleit og -vinnslu, sem og tengdum greinum, svo sem þjónustu af ýmsu tagi.