Location Study for a New Airport in Reykjavik Area - Mannvit.is
Frétt - 21.02.2014

Félagsfræðileg greining á áætlunarflugi innanlands

Fimmtudaginn 20. febrúar fór fram kynningarfundur innanríkisráðuneytis þar sem greint var frá niðurstöðum félagshagfræðilegrar greiningar á áætlunarflugi innanlands. Mannvit og innanríkisráðuneytið unnu skýrsluna og félagshagfræðilega úttekt í samráði við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Meginverkefnið var að kanna hagkvæmni flugsins í samanburði við félagslegt mikilvægi þess.

 

Á kynningarfundinum fjallaði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra um mikilvægi flugsins fyrir öryggi og búsetugæði. Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur hjá Mannviti greindi frá helstu niðurstöðum greiningarinnar en í lok kynningarfundarins fór fram pallborðsumræða með þátttöku fulltrúa með ýmis sjónarhorn á þýðingu innanlandsflugsins. Þátttakendur í pallborði voru Kristín Soffía Jónsdóttir, varaborgarfulltrúi í Reykjavík, Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, Janne Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls og Ingi Þór Guðmundsson, markaðsstjóri Flugfélags Íslands.

 

Markmið félagshagfræðilegrar greiningar er að meta þjóðhagslegan ávinning af flugvallakerfinu og þeirri samgöngubót sem felst í flugi innanlands en jafnframt að huga að samfélagslegum ávinningi sem ekki verður mældur í krónum og aurum þ.e. áhrif flugsins á búsetugæði byggðar við flugvöll. Með þessari aðferð má forgangsraða valkostum.

 

Í úttektinni var bæði kannaður kostnaður hins opinbera af flugvallakerfinu og ábati samfélagsins af samgöngubótinni sem felst í flugi. Helstu höfundur skýrslunnar eru Vilhjálmur Hilmarsson, Mannviti og Ásta Þorleifsdóttir, sérfræðingur í innanríkisráðuneytinu. Fjölmargir aðilar komu að gerð skýrslunnar, þ.m.t. Isavia, Vegagerðin, Flugfélag Íslands, Flugfélagið Ernir, Samtök ferðaþjónustunnar, Flugmálafélag Íslands, Byggðastofnun, Akureyrarbær, Félagsvísindastofnun og HÍ.

 

Niðurstöður

Heildarniðurstaðan er að ábatinn af innanlandsfluginu sé rúmir 70 milljarðar á verðlagi ársins 2013, til 40 ára. Arðbærasti flugvöllurinn er Egilsstaðaflugvöllur en sá óhagkvæmasti er Vestmannaeyjaflugvöllur. Athygli vekur að fleiri konur karlar nota innanlandsflugið skv. könnun.

Hér má sjá stutta samantekt á skýrslunni

Félagshagfræðileg greining á framtíð áætlunarflugs innanlands