Laki Power.jpg
Frétt - 22.05.2019

Fagþing rafmagns

Fagþing rafmagns er ráðstefna á vegum Samorku um málefni orku- og veitufyrirtækja sem fer fram dagana 22. – 24. maí á Park Inn hótelinu í Keflavík . Á fagþinginu verður boðið uppá fjölmarga áhugaverða fyrirlestra um allt frá framleiðslu, dreifingu, flutnings til sölu á rafmagni.

Einnig er vöru- og þjónustusýning þar sem Mannvit er með sýningarbás. Sömuleiðis verður svokallaður framkvæmda- og tæknidagur miðvikudaginn 22. maí, þar sem sýnikennslur og keppnir fara fram á milli orkufyrirtækjanna. Eitt af erindinum á föstudaginn í dagskránni sem ber yfirskriftina Snjallvæðing á fullri ferð er erindið "Power On Line Generator (POLG) - Smart Grid Solution" sem flutt er af Barry Lennon, rafmagnsverkfræðingi hjá Mannvit. POLG er ný lausn fyrir rekstraraðila flutningslína raforku. Lausnin hefur verið hönnuð og þróuð af íslenska sprotafyrirtækinu Laki Power, sem er að hluta til í eigu Mannvits. Prófanir á búnaðinum hafa staðið yfir hjá Landsneti síðan í desember 2018.