Fagþing Samorku 2018 - Mannvit.is
Frétt - 11.05.2018

Fagþing Samorku 2018

Fagþing hita-, vatns- og fráveitna verður haldið á Hótel Örk í Hveragerði dagana 23.–25. maí 2018. Dagskráin verður sneisafull af áhugaverðum viðfangsefnum veitna. Þar má nefna 4 erindi frá Mannviti, á sviði borana eftir heitu vatni, fráveitumál og vöktun vatnsvinnslu. Á fagþinginu sem haldið er á þriggja ára fresti verða núna 85 fyrirlestrar, 17 sýnendur og reiknað er með yfir 170 gestum.

Eftirfarandi erindi verða á vegum Mannvits: 

  • Bortækni í hitaveitum – Kristinn Ingason.  
  • Langtímavöktun á rennsli fráveituvatns og mat á afrennslisstuðlum – Lilja Oddsdóttir.
  • HS Orka Suðurnesjum; Vöktun vegna vatnsvinnslu úr ferskvatnslinsu – Sverrir Óskar Elefsen.
  • Greining á uppruna óviðkomandi vatns í skólplögnum – Sverrir Óskar Elefsen.

Á dagskrá verða málstofur um: Hönnun, rekstur og framtíð hita-, vatns- og fráveitna, framkvæmdir í fráveitum, vatnsvernd, nýja tækni í hitaveitum, mengun í drykkjarvatni, áskoranir í fráveitum og jarðhitamál. Einnig verður boðið upp á vinnustofur, meðal annars um kolefnishlutleysi veitna, fjölnýtingu jarðhita, öryggi og heilnæmi neysluvatns og fleira. Að þessu sinni er einnig boðið uppá vöru- og þjónustusýningu, framkvæmda- og tæknidag, sýnikennslur og keppnir á milli veitufyrirtækjanna. Inná vef Samorku eru allar upplýsingar um fagþingið.