Samgöngur - Mannvit.is
Frétt - 18.05.2015

Flugvallaráðstefna í Reykjavík

Airports Council International stendur að ráðstefnu og sýningu í Reykjavík dagana 18-20 maí. Í ráðstefnunni taka þátt áhrifamiklir aðilar úr flugvallaiðnaðinum, bæði einka- og opinbera geiranum.  Hr. Ólafur Ragnar Grímsson heldur opnunarerindi og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók á móti ráðstefnugestum í Hörpu við upphaf ráðstefnunnar. ISAVIA gegndi lykillhlutverki í að fá ráðstefnuna til Íslands, sem fram fer á Hilton.

Mannvit er með bás á sýningunni og kynnir þjónustu sína tengda uppbyggingu flugvalla, allt frá hönnun og skipulagi til tengdra samganga við flugvelli. Ráðstefnuna sækja aðilar frá 32 löndum af ýmsum sviðum, þar má nefna; rekstrar, umhverfis- og öryggis, hönnunar-, byggingar- og skipulagssviði, framleiðendur tæknibúnaðar, smásölu- og þjónustuaðilar og fleiri.