
Flyover Iceland opnar
Mannvit sá um alla verkfræðihönnun á sýningarhúsi FlyOver Iceland við Fiskislóð 43 og tók þátt í að þróa verkefnið frá upphafi. Byggingin er um 2.100 m2 á 3 hæðum og hýsir móttökusal, kaffihús, þrjú sýningarrými og verslun. Aðal sýningarsalurinn nýtir nýjustu tækni í sýndarflugi en byggingin er sérstaklega sniðin utan um sýningarsalinn. Gestir sitja fyrir framan 20 metra hnattlaga sýningartjald sem er um 300 fermetrar, með fætur í lausu lofti og sjá stuttmynd sem fer með gesti í æsispennandi ferðalag um Ísland. Tæknibrellur, þar á meðal vindur, þoka og lykt, ásamt hreyfingum búnaðarins gera þess upplifun ógleymanlega. Áður en farið er í aðal sýningarsalinn fara gestir í gegnum tvær margmiðlunarsýningar sem segja frá menningu og hugarfari Íslendinga. Verkefnið var unnið í samstarfið við +Arkitektar.
Fleiri myndbönd er að finna á vef FlyOver Iceland.
Mynd: +Arkitektar
Video: Flyover Iceland