Forathugun smávirkjanakosta - Mannvit.is
Frétt - 05.09.2018

Forathugun smávirkjanakosta

Þann 30.ágúst var haldinn kynningarfundur á Blönduósi um forathugun á hagkvæmni smávirkjana í fjórðungnum að frumkvæði Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV).

Á fundinum kynnti Bjarki Þórarinsson, frá Mannviti, skýrsluna sem er frumúttekt á mögulegum smávirkjunum á Norðurlandi vestra. Í skýrslunni eru taldir upp 82 hugsanlegir virkjunarkostir í landsfjórðungnum og hagkvæmni þeirra metin. Skýrslan er fyrst og fremst unnin eftir fyrirliggjandi upplýsingum frá ýmsum aðilum, s.s. Orkustofnun og Veðurstofu Íslands, en ekki var farið í vettvangsferðir á hugsanlega virkjunarstaði. Skýrslan er því aðeins fyrsta skrefið til að meta hvort virkjun einstakra vatnsfalla væri hagkvæm. Skýrsluna er að finna hér á vef SSNV.

Til þess að hafa samband vegna skýrslunnar, sendið e-mail á Bjarka Þórarinsson bjth@mannvit.is. Vegna vatnamælinga skal hafa samband við Sverrir Elefsen soe@mannvit.is