Framúrskarandi fyrirtæki 2012 - Mannvit.is
Frétt - 08.02.2013

Framúrskarandi fyrirtæki 2012

Mannvit er í hópi þeirra íslensku fyrirtækja sem fengu bestu einkunn í styrk- og stöðuleikamati Creditinfo sem birt var í gær.

Eftirfarandi upplýsingar eru lagðar til grundvallar á mati Creditinfo um hvort fyrirtæki uppfylli skilyrði styrkleikamatsins:  

  • að hafa skilað ársreikningum til RSK 2009 til 2011
  • minna en 0,5% líkur á alvarlegum vanskilum
  • að sýna jákvæðan rekstrarhagnað (EBIT) þrjú ár í röð
  • að ársniðurstaða sé jákvæð þrjú ár í röð
  • eignir séu 80 milljónir eða meira árin 2009 - 2011
  • að eigið fé sé 20% eða meira, rekstrarárin 2009 til 2011
  • að vera með skráðan framkvæmdastjóra í hlutafélagaskrá
  • að vera virkt fyrirtæki skv. skilgreiningu Creditinfo

Mannvit er stolt af því að vera í hópi sterkustu fyrirtækja landsins sem stenst styrkleikamat Creditinfo.