Franski spítalinn hlýtur Evrópsku Menningarverðlaunin - Mannvit.is
Frétt - 08.04.2016

Franski spítalinn hlýtur Evrópsku Menningarverðlaunin

Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði hlaut í gær Evrópsku Menningarverðlaunin fyrir verkefni á sviði menningararfleifðar. Mannvit sá um hönnun burðarvirkis og lagna í endurbyggðu húsunum og höfðu einnig umsjón með jarðvegsframkvæmdum og uppsteypu undir eldri húsin á verkstað. Þetta eru stór verðlaun á Evrópska vísu og mikill heiður fyrir Minjavernd og aðra sem að verkinu komu. 

Verkefnið fólst í endurbyggingu og flutningi Franska spítalans til Fáskrúðsfjarðar þar sem hann var upprunalega byggður. Auk spítalans voru kapella, sjúkraskýli og Læknishús á sama stað, sem einnig voru gerð upp eða endurbyggð. Evrópsku menningarverðlaunin fyrir verkefni á sviði menningararfleiðar/Europa Nostra verðlaunin voru stofnuð af Evrópusambandinu árið 2002. Verðlaunin halda upp á og efla gott fordæmi í tengslum við varðveitingu menningar, rannsóknarvinnu, umönnun, sjálfboðastörf, fræðslu og upplýsingamiðlun. Með þessu móti ýtir þetta átak undir skilning almennings á mikilvægi menningararfleifðar fyrir Evrópskt samfélag og hagkerfi.