Excellence in Corporate Governance - Mannvit.is
Frétt - 24.04.2019

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum 2017-2018

Rannsóknarmiðstöð í stjórnarháttum hefur veitt Mannviti viðurkenningu sem Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Viðurkenningin var veitt á ráðstefnu Rannsóknarmiðstöðvar um góða stjórnarhætti. Viðurkenningin er fyrst og fremst veitt til þess að ýta undir umræður og aðgerðir sem efla góða stjórnarhætti og er veitt þeim fyrirtækjum sem hafa farið í gegnum formlegt endurmat á stjórnarháttum. Markmiðið er að matsferlið auki trúverðugleika og gagnsæi stjórnarhátta fyrirtækja gagnvart hluthöfum og öðrum hagsmunaaðilum.

Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands er umsjónaraðili verkefnisins en viðurkenndir úttektaraðilar sjá um framkvæmd. Leiðbeiningar um góða stjórnarhætti eru gefnar út af Viðskiptaráði, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq Iceland. Þau fyrirtæki sem standast matið á framangreindum forsendum er veitt nafnbótin Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum (e. Excellence in corporate governance). Ásamt Mannviti veittu fjórtán önnur fyrirtæki viðurkenningunni móttöku, þau eru; Vörður hf., Kvika hf., Sýn hf., Reginn hf., Isavia ohf., Reitir hf., EIK fasteignafélag hf., Arion banki hf., Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf., Tryggingamiðstöðin hf., Landsbankinn hf., Íslandsbanki hf., Íslandssjóðir hf. og Stefnir hf. 

 

Mynd Hringbraut.