Fyrirmyndarfyrirtaeki
Frétt - 24.08.2023

Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum 10 ár í röð

Mannvit hlaut á dögunum sæmdarheitið Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Í ár voru það 18 fyrirtæki sem hlutu viðurkenninguna sem Stjórnvísi, Viðskiptaráð, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland veita. Þetta er í tíunda skiptið sem Mannvit hlýtur titilinn sem felur í sér mat á starfsháttum stjórnar og stjórnenda en verkefnið var sett á fót fyrir rúmum áratug. Tilgangurinn er fyrst og fremst að stuðla að góðum stjórnarháttum, skýra hlutverk og ábyrgð stjórnenda fyrirtækja sem leiðir af sér aukið traust, trúverðugleika og gagnsæi gagnvart hluthöfum og öðrum hagsmunaaðilum.

Fyrirtækin eru öll vel að titlinum komin en þau sem hann hljóta þurfa að standast strangar kröfur er varðar skipulagða starfshætti og framkvæmd stjórnarstarfa.

Eftirfarandi fyrirtæki hlutu einnig viðurkenningu: Arion banki hf., Eik fasteignafélag hf., Fossar fjárfestingarbanki hf., Icelandair Group hf., Íslandssjóðir hf., Kvika banki hf., Lánasjóður sveitarfélaga ohf., Reginn hf., Reiknistofa bankanna hf., Reitir hf., Sjóvá hf., Stefnir hf., Sýn hf., TM hf., Vátryggingafélag Íslands hf., Vörður hf., Ölgerðin Egill Skallagríms hf.