Fyrsta borun nærri Miskolc - Mannvit.is
Frétt - 06.05.2010

Fyrsta borun nærri Miskolc

Í dag hefst borun á fyrstu jarðhitaholunni nærri borginni Miskolc í austurhluta Ungverjalands. Miskolc er ein af þremur stærstu borgum landsins með um 200.000 íbúa. Áætlað er að holan verði um 2,3 km að dýpt. Borun holunnar er fyrsti áfangi að því marki að virkja allt að 40 MW af jarðhita til húshitunar á svæðinu. Allar jarðeðlisfræði- og jarðfræðirannóknir  sem og hönnun holunnar og eftirlit með borun hennar er í höndum Mannvits.
 
Í lok maí hefst borun á holu númer tvö við bæinn Szentlörinc í suðvesturhluta Ungverjalands. Mannvit annast sömu verkþætti þar og í Miskolc. Þessari holu, sem er áætluð um 1,8 km að dýpt, er ætlað að vera niðurdælingarhola fyrir hitaveitu í bænum, sem nýtir heitavatnið úr holunni sem lokið var við að bora síðastliðið haust. Mannvit annast alla hönnun, gerð útboðsgagna, innkaup á efni og þjónustu og stjórnun byggingu veitunnar (EPCm samningur). Áætlað er að gangsetja hitaveituna síðla hausts.