Nýtt fangelsi á Hólmsheiði - Mannvit.is
Frétt - 15.04.2013

Fyrsta skóflustungan tekin að nýja fangelsinu á Hólmsheiði

Í byrjun apríl var fyrsta skóflustungan tekin að nýja fangelsinu á Hólmsheiði. Mannvit hefur séð um burðarvirkjahönnun, grundun, lagnahönnun ásamt loftræstingar- og hljóðvistarhönnun hússins.  Jarðvinna var boðin út í sérstöku útboði og eru framkvæmdir að hefjast á þeim verkþætti. Aðrir verkþættir verða boðnir út á næstunni.

Á meðfylgjandi myndum sést þegar Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mundar skófluna að viðstöddu fjölmenni. Við athöfnina fluttu Ögmundur, Páll Winkel fangelsismálastjóri og  Steinunn Valdís Óskarsdóttir formaður verkefnisstjórnar um byggingu nýs fangelsis ávörp.