Alma Dagbjört Ívarsdóttir
Frétt - 28.04.2020

„Getur inniloftið okkar verið mengað?“ - Hlaðvarp Mannvits

Hvernig getum við tryggt að loftgæði séu í lagi og hvernig eigum við að hugsa um híbýli okkar svo öllum líði sem best. Hvað í innra umhverfinu getur haft áhrif á heilsu okkar? Hvað þarf að hafa í huga varðandi barnaherbergi? Geta ýmsar vörur sem við notum verið skaðlegar?

Alma Dagbjört Ívarsdóttir sérfræðingur í innivist hjá Mannvit fræðir okkur um inniloftið sem við öndum að okkur og hvað bera að hafa í huga til þess að okkur líði vel innandyra.

Alma segir okkur frá hvað ber að varast og veitir okkur fjölmörg góð ráð í þætti númer fjögur í hlaðvarpi Mannvits: Sjálfbært samfélag. Hægt er að hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify og í Apple Podcasts appinu.

Hafðu samband við Ölmu D. Ívarsdóttur byggingarverkfræðing M.Sc. í 422-3000 varðandi innivist eða aðra ráðgjöf tengt orkunotkun bygginga, myglu og rakaskemmdum. 
Dæmi um þjónustu er að finna hér: