Glæsihótel rís á Hnappavöllum - Mannvit.is
Frétt - 01.09.2015

Glæsihótel rís á Hnappavöllum

Fosshótel reisir nýtt 104 herbergja 4 stjörnu hótel að Hnappavöllum í Öræfasveit. Framkvæmdir hófust um miðjan apríl og fyrirhugað er að hótelið opni sumarið 2016. Staðsetning hótelsins er á milli Skaftafells og Jökulsárlóns og mun það heita Fosshótel Jökulsárlón. Mannvit hefur séð um alla verkfræðihönnun hótelsins en hönnun tengd krosslímdum timbureiningum sem notaðar eru í burðarþol 1. og 2. hæðar er gerð í samstarfi við Austurríska fyrirtækið KLH. Jafnframt sá Mannvit um ráðgjöf varðandi vatnsöflun og aðkomuveg hótelsins ásamt steypurannsóknum.

Það er að ýmsu að huga þegar byggt er í sveitinni. Skólphreinsun er leyst með tveggja þrepa skólphreinsistöð, bora þarf fyrir köldu vatni, heitt vatn er hitað upp með rafmagni og ráðast þurfti í 300 m vegagerð. Lítið var vitað um jarðgrunnsaðstæður og grundunarmöguleika. Mannvit annaðist því jarðvegsrannsóknir og gerð jarðtækniskýrslu. 

Sjá frétt Stöðvar 2 frá 28.08.15 um byggingu hótelsins.