Græn Fjármögnun Web
Frétt - 27.01.2021

Hvað er græn fjármögnun og hvað þarf til? Hlaðvarp

Mikil aukning hefur orðið í grænni fjármögnun samhliða áherslum á sjálfbærari nýtingu auðlinda og aukinni áherslu á verndun umhverfis okkar. Hvað þýðir græn fjármögnun og hverjum stendur hún til boða? Hvaða vottanir þarf til þess að verkefni fái grænan stimpil? Hvað er vottað húsnæði? Er hægt að votta allt húsnæði og fá þannig hagstæða græna fjármögnun? Hver er kostnaðurinn og ábatinn? Guðbjartur Jón Einarsson og Sandra Rán Ásgrímsdóttir ræddu við Björgheiði Albertsdóttur í þætti nr.9 af Sjálfbært samfélag. 

Hægt er að hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify og í Apple Podcasts appinu.

Hafðu samband við Söndru Rán, sjálfbærniverkfræðing og Guðbjart Jón byggingarverkfræðing í síma 422-3000 varðandi græna fjármögnun mannvirkja eða annarra verkefna, vottanir eða sjálfbærni almennt.

Dæmi um þjónustu er að finna hér:

 

Alla þætti hlaðvarpsins má finna hér.