Gunnar Páll Stefánsson V2 02
Frétt - 20.03.2020

„Grænna“ hótel mun vart finnast á Íslandi í bráð - Hlaðvarp Mannvits

Í Lóni, rétt austan við Hornafjörð mun á næstunni rísa eitt flottasta lúxushótel landsins þar sem sjálfbærni og virðing við umhverfið er í fyrirrúmi. Hótelkeðjan, sem heitir Six Senses, er með ævintýraleg hótel í Asíu, Miðausturlöndum og frönsku Ölpunum til að nefna þau nokkur. Mannvit hefur fengið það verkefni að finna út hvernig hægt sé á bestan máta að byggja þetta hótel á sjálfbæran hátt án mikillar röskunar á umhverfi og dýralífi. Gunnar Páll Stefánsson rafmagnsverkfræðingur hjá Mannviti segir okkur frá þessu heillandi hóteli sem er í undirbúningi fyrir austan í þætti númer tvö í hlaðvarpi Mannvits: Sjálfbært samfélag og hægt er að hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify og í Apple Podcasts appinu. 

"Þetta er hótelkeðja sem fókusar mikið á sjálfbærni í sínum rekstri, virðingu fyrir umhverfinu, rækt við nærsamfélagið og okkar verkefni er að samræma þeirra sýn við aðstæður í Lóni í Höfn í Hornafirði," segir Gunnar Páll. Það eru ýmsar áskoranir, eins og fuglalíf, og við vistkerfið eins og votlendi, fornminjar og leirur sem þarf að huga að. „Takmarka þarf áhrif á lífríkið og það gerum við m.a. með BREEAM vottun fyrir hótelið sjálft og Svansvottun á reksturinn." segir Gunnar.

Mannvit veitir ráðgjöf við sjálfbærar lausnir við hönnun mannvirkja. Við aðstoðum einnig þá sem eru að stíga sín fyrstu skref ásamt þeim sem lengra eru komnir í innleiðingu sjálfbærni í verklag og stefnumótun með fjölbreyttum hætti. Hafðu samband við Gunnar Pál í gps(at)mannvit.is eða í 422-3000 varðandi ráðgjöf við vistvænar byggingar eða aðra ráðgjöf tengt sjálfbærni. 

Öll ráðgjöf okkar í umhverfismálum hefur það m.a. að markmiði að umhverfisáhrif verði í lágmarki og hugað sé vel að öllum þáttum tengdum umhverfi og góðum frágangi. Dæmi um þjónustu er að finna hér: