GTN GmbH og Mannvit opna skrifstofu í Berlín - Mannvit.is
Frétt - 29.11.2012

GTN GmbH og Mannvit opna skrifstofu í Berlín

Haustið 2012 opnaði Geothermie Neubrandenburg GmbH (GTN) nýja skrifstofu í Berlín. Skrifstofa GTN mun jafnframt gegna hlutverki sem skrifstofa Mannvits í Þýskalandi.  Þannig munu bæði fyrirtækin styrkja stöðu sína á íslensku og þýskum mörkuðum sem leiðandi fyrirtæki í nýtingu jarðhita.

 

Hin nána samvinna innan Mannvitssamstæðunnar, á sviði jarðfræði, neðanjarðar- og forðalíkana, sem og byggingu jarðhitavirkjana til orkuframleiðslu og hitaveitu eykst til muna og leiðir til samnýtingar sérfræðiþekkingar GTN og Mannvits með nýrri sameiginlegri starfsstöð í Berlín. Ásamt samþættingu innri verkefna, er áhersla lögð á fyrsta flokks ráðgjöf á sviði jarðhita, forðafræði og grunnvatnsrannsókna til viðskiptavina á Berlínar og Brandenburgar svæðinu.

 

Við staðsetningu skrifstofunnar var litið til mikilvægra þátta eins og nálægðar við Berlín, sem er þekkt sem alþjóðlegt rannsóknarsetur. Staðsetningin eykur möguleika til frekari rannsókna á sviði jarðhita og uppbyggingar á samstarfi við stjórnvöld í Berlín.  GTN rekur tvær aðrar skrifstofur í Þýskalandi, í Neubrandenburg og Unterhaching rétt fyrir utan Munchen.

 

Jarðfræðingurinn Johannes Birner er yfirmaður nýju skrifstofunnar, en hann hefur komið að fjölmörgum verkefnum sem snúa að djúpborun til nýtingar jarðhita síðan 2006.

 

Um GTN:

GTN er ráðgjafafyrirtæki í Þýskalandi, á sviði jarðhita og jarðfræði.  GTN sérhæfir sig í þróun lágvarmasvæða, forðalíkana, borholuhönnun og boreftirliti, CO2 vistun og EGS tækni.  Nánari upplýsingar um GTN má finna á, www.gtn-online.de

 

Um Mannvit:

Mannvit býður víðtæka þjónustu á sviði verkfræði og tæknirannsókna.  Mannvit hefur unnið á sviði endurnýjanlegrar orku síðan á sjöunda áratugnum og hefur komið að þróun flestra vatnsorku og jarðvarmavirkjana á Íslandi.  Þjónusta við þessi verkefni hefur verið allt frá rannsóknum og undirbúningsvinnu til fullnaðarhönnunar og byggingarstjórnar.