Steinsteypudagurinn 2016 - Mannvit.is
Frétt - 07.05.2021

Guðbjartur í fagráð HR

Iðn- og tækni­fræðideild Há­skól­ans í Reykja­vík hef­ur skipað fagráð sem mun koma að þróun náms við deild­ina. Mark­mið þessa er að tryggja að námið svari þörf­um at­vinnu­lífs­ins og fyr­ir­tæki fái til sín út­skrifaða nem­end­ur með þá þekk­ingu sem kraf­ist er í starfs­um­hverfi nú­tím­ans. Fagráð bygg­inga­sviðs skipa 3 aðilar og þar á meðal er Guðbjartur Jón Einarsson, bygg­ing­ar­verk­fræðing­ur hjá Mann­viti.

Hera Gríms­dótt­ir, for­seta iðn- og tækni­fræðideild­ar í HR segir í tilkynningu skólans að fagráðin muni gegna mik­il­vægu hlut­verki í skipu­lagn­ingu náms við deild­ina. Fyr­ir­tæki hafi einnig hag af stofn­un fagráðanna þar sem þau geti komið sín­um áhersl­um á fram­færi í gegn­um þau.

Fagráð bygg­inga­sviðs skipa:

  • Guðbjart­ur Jón Ein­ars­son, bygg­ing­ar­verk­fræðing­ur hjá Mann­viti.
  • Magnea Huld Ing­ólfs­dótt­ir, bygg­ing­ar­verk­fræðing­ur á sam­göngu- og um­hverf­is­sviði Verkís
  • Sig­urður Haf­steins­son, bygg­ing­ar­tækni­fræðing­ur og eig­andi Vektors – hönn­un­ar og ráðgjaf­ar.

 

Fagráðin muni gegna mik­il­vægu hlut­verki í skipu­lagn­ingu náms við deild­ina. Fyr­ir­tæki hafi einnig hag af stofn­un fagráðanna þar sem þau geti komið sín­um áhersl­um á fram­færi í gegn­um þau.