Guðlaug Akraneskaupstaður Mannvit.Is
Frétt - 06.01.2021

Guðlaug tilnefnd til hönnunarverðlauna

Guðlaug við Langasand á Akranesi hefur verið tilnefnd til Mies van der Rohe verðlauna Evrópusambandsins 2022, sem veitt eru fyrir framúrskarandi nútíma arkitektúr. Basalt Arkitektar hönnuðu Guðlaugu en Mannvit sá um verkfræðihönnun. EU Prize for Contemporary Architecture - Mies van der Rohe Award verðlaunin eru veitt fyrir arkitektúr sem sýnir fram á einstakt félagslegt, menningarlegt og tæknilegt samhengi.

Laugin er gjaldfrjáls og hentar sjósundsfólki frábærlega enda hefur hún verið gríðarlega vel sótt frá opnun, en um 30 þúsund gestir heimsóttu laugina á fyrsta árinu. Verkefnið hlaut einnig Umhverfisverðlaun Ferðamálstofu árið 2019. Mannvit á Akranesi sá um gerð útboðsgagna og hafði umsjón með útboði, en hönnuðir í Kópavogi sáu um burðarþolshönnun, raflagnahönnun og lagnahönnun auk stjórnkerfis ásamt ráðgjöf á framkvæmdatíma. Laugin samanstendur af útsýnispalli, heitri laug og síðan grynnri laug sem nýtur vatns úr yfirfalli efri laugarinnar.

Hér má sjá stutt myndband frá uppbyggingunni sem birt var á vef Akranesbæjar.