Hálendismiðstöð Kerlingarfjöllum - Mannvit.is
Frétt - 21.01.2016

Hálendismiðstöð í Kerlingarfjöllum í Hrunamannahreppi

Kynning á drögum að tillögu að matsáætlun
Hafið er mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar endurbyggingar og frekari uppbyggingar Hálendismiðstöðvarinnar í Kerlingarfjöllum.

Fannborg ehf. er framkvæmdaraðili verksins en mat á umhverfisáhrifum er unnið af Mannviti. Í drögum að tillögu að matsáætlun er fyrirhugaðri framkvæmd lýst og fjallað um þá umhverfisþætti sem teknir verða fyrir í mati á umhverfisáhrifum. Einnig er greint frá því hvaða gögn eru fyrir hendi og verða nýtt og hvaða athuganir er fyrirhugað að ráðast í sérstaklega í tengslum við mat á umhverfisáhrifum.

Öllum er frjálst að senda inn ábendingar eða athugasemdir bréfleiðis á neðangreint póstfang eða með tölvupósti á netföngin: pg@pg.is og audur@mannvit.is.

Fannborg ehf.
Páll Gíslason
Bollagörðum 6
170 Seltjarnarnesi

Frestur til að gera athugasemdir er til 4. febrúar 2016.

Drög að tillögu að matsáætlun má nálgast hér.