
Hálendismiðstöð Kerlingarfjöllum í Hrunamannahreppi
Frummatsskýrsla
Kynningarferli frummatsskýrslu um hálendismiðstöð í Kerlingarfjöllum er hafið. Frestur til að skila athugasemdum til Skipulagsstofnunar er til 10. ágúst 2018.
Frummatsskýrslu og viðauka hennar má nálgast hér:
Viðauki 1 Gróðurfar og jarðminjar
Viðauki 2 LT Þolmarkarannsókn
Viðauki 3 Áhrif á ferðamennsku
Viðauki 4 Ásýndarmyndir
Kynningarfundir
Fyrirhuguð framkvæmd og mat á umhverfisáhrifum hálendismiðstöðvar í Kerlingarfjöllum verður kynnt á opnum kynningarfundi þann 3. júlí 2018 kl. 12:00 í Félagsheimili Hrunamanna á Flúðum. Einnig verður kynningarfundur sama dag 3. júlí kl. 17:00 í húsi Verkfræðingafélags Íslands, Engjateigi 9 í Reykjavík. Allir eru velkomnir.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast til Skipulagsstofnunar með bréfpósti eða tölvupósti á skipulag@skipulag.is.
Athugasemdarfrestur er til 10. ágúst 2018.