Hótel og íbúðir við hlið Hörpu - Mannvit
Frétt - 23.01.2014

Hótel og íbúðir við hlið Hörpu

Stefnt er að því að framkvæmdir við nýtt hótel við hliðina á Hörpu og íbúðarhúsnæði á nærliggjandi lóð hefjist á þessu ári og ljúki á fyrrihluta ársins 2017. Heildarfjárfesting verkefnisins er áætluð um 14 milljarðar, en í heild verða rúmlega 250 herbergi í hótelinu og 90 íbúðir auk verslana í þeim fimm byggingum sem verða reistar næst hótelinu.

Í viðtali við mbl.is fara þeir Bala Kamallakharan, fjárfestir, Tryggvi Jónsson, framkvæmdastjóri mannvirkja hjá Mannviti og Ásgeir Ásgeirsson, arkitekt hjá T-Ark arkitektastofunni, yfir framvindu verkefnisins, upphaf þess og framtíðarhorfur. Þremenningarnir eru í forsvari fyrir Auro Investments, sem er í eigu indverskra fjárfesta hjá Auro Investment Partners LLC, Mannvits og T-Ark.