Hakið gestastofa opnuð - Mannvit.is
Frétt - 25.08.2018

Hakið gestastofa Þingvöllum opnar

Mannvit sá um alla verkfræðihönnun vegna stækkunar á Hakinu, nýrri gestastofu í þjóðgarðinum á Þingvöllum sem var formleg opnuð föstudaginn 24.ágúst. Nýja gestastofan stórbætir aðstöðuna fyrir gesti Þingvalla sem vilja fræðast um þjóðgarðinn. Verkefnið snérist um hönnun á rúmlega 1000 fermetra nýbyggingu vestan við núverandi gestastofu við Hakið og tengiganga milli þeirra.

Hönnunin er BREEAM vottuð sem er vottun um visthæfa hönnun en Mannvit er með sérfræðiþekkingu í slíkri hönnun. Í nýbyggingunni er móttöku- og sýningarrými fyrir gesti þjóðgarðsins, ásamt aðstöðu fyrir starfsfólk. Í gestastofunni er hægt að fá upplýsingar um þjóðgarðinn og helstu leiðir um hann í gagnvirkri sýningu um sögu og náttúru Þingvalla.