Hálendismiðstöð Kerlingarfjöllum - Mannvit.is
Frétt - 03.01.2017

Hálendismiðstöð Kerlingarfjöllum í Hrunamannahreppi

Kynning á tillögu að matsáætlun

Hafið er mat á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðrar endurbyggingar og frekari uppbyggingar hálendismiðstöðvar í Kerlingarfjöllum í Hrunamannahreppi. 

Fyrirhuguð framkvæmd fellur undir lög nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum m.s.br, samkvæmt 6. gr. og tölulið 12.05 í 1. viðauka. Framkvæmdin er háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt matsskylduákvörðun Skipulagsstofnunar dags. 1. júlí 2015 og úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 30. júní 2016.

Fannborg ehf. er framkvæmdaraðili verksins en mat á umhverfisáhrifum er unnið af Mannviti. Í tillögu að matsáætlun er fyrirhugaðri framkvæmd og framkvæmdasvæði lýst. Greint er frá samræmi við gildandi skipulag og fjallað um þá umhverfisþætti sem teknir verða fyrir í mati á umhverfisáhrifum. Einnig er greint frá því hvaða gögn eru fyrir hendi og verða nýtt við matið og hvaða athuganir er fyrirhugað að ráðast í sérstaklega í tengslum við mat á umhverfisáhrifum. Jafnframt er greint frá kynningu og samráði.

Öllum er frjálst að senda inn ábendingar eða athugasemdir og eru þær sendar til Skipulagsstofnunar.

 

Tillögu að matsáætlun má nálgast hér.