Geothermal DH Project Budapest
Frétt - 14.05.2021

Hitaveita í Budapest

Hitaveitufyrirtækið FŐTÁV í Búdapest og íslenski fyrirtækið Arctic Green Energy hafa undirritað samstarfssamning um byggingu hitaveita með nýtingu á jarðhita. Verkefnið gæti sparað allt að 21.000 tonn af koldíoxíðlosun á ári í Búdapest. Mannvit mun sjá um verkfræði- og jarðvísindaráðgjöf.

Verkefnið er fyrsta stóra jarðhitaveitan í höfuðborginni Búdapest og verður allt að 10-20 MWth og hluti af hitaveitukerfi borgarinnar. Hitaveita með 20 MWth afkastagetu gæti framleitt að minnsta kosti 300.000-400.000 GJ ár ári, sem myndi draga úr koltvísýringslosun um 14.000-21.000 tonn á ári og spara losun annarrar staðbundinnar loftmengunar um 20.000-30.000 kg á ári. Hitaveita af þessari stærðargráðu gæti dugað til að húshitunar fyrir u.þ.b. tíu þúsund meðalheimili í Búdapest.

Uppbyggingin verður unnin með samstarfi Búdapest hitaveitunnar FŐTÁV Nonprofit Zrt. og Arctic Green Energy (Arctic), sem er fyrirtæki með íslenskan bakgrunn og eigandi alþjóðlegra jarðhita- og þróunarverkefna á sviði jarðhita. Samstarfssamningurinn, sem nýlega var undirritaður, beinist að fyrsta efnislega áfanga verkefnisins, sem samanstendur af könnun á mögulegum stöðum, með því að fá nauðsynleg leyfi, auk tæknilegs, efnahagslegs og lagalegs undirbúnings.

Evrópa stefnir að því að ná 40% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 miðað við 1990, en hlutur orkunnar frá endurnýjanlegum orkugjöfum á að aukast í að minnsta kosti 32% af heildarorkunotkun hennar. Verkefni fellur því vel að þeim áherslum enda á hitaveitugeirinn að gegna ákveðnu hlutverki við að ná markmiðum um loftslagsvernd. Í samræmi við það markmið mun hlutur jarðgass í hitaveituframleiðslu minnka úr núverandi 70% í 50% í Ungverjalandi í heild fyrir árið 2030, þar sem nýting jarðhita getur gegnt stóru hlutverki.

Markmið FŐTÁV er í samræmi við Grænu hitaveituáætlun Ungverska ríkisins og loftslagsverndarmarkmið Búdapest, að gera hitaveitumarkaðinn grænan, þar sem þróun jarðhita, sem nýtir auðlindir í höfuðborginni gegnir lykilhlutverki. Til lengri tíma litið stefnir fyrirtækið að því að setja upp jarðhitaveitur sem framleiða allt að 150-200 MWth.

Mannvit hefur starfrækt skrifstofu í Budapest í yfir 13 ár og þar hefur einnig orðið til mikil reynsla í vinnslu og nýtingu jarðhita á svæðinu.