Framadagar 2019 - Mannvit.is
Frétt - 02.07.2018

Hjólreiðakeppni WOW

Mannvit sendi blandað 10 manna lið í WOW Cyclothon keppnina eins og undanfarin ár. Liðið sem er samansett af starfsfólki Mannvits kom í mark á tímanum 43:29:04 og stóð sig með mikilli prýði.

Í ár voru alls 85 lið skráð til keppni í þessari stærstu götuhjólreiðakeppni landsins sem söfnuðu áheitum fyrir Slysavarnarfélag Landsbjargar. Á útkallslista Landsbjargar eru um 4.200 karlar og konur um land allt sem eru reiðubúin til að leggja á sig mikla vinnu, oft við erfiðar aðstæður, alla daga ársins. Í blönduðu liði Mannvits voru þau Guðmundur Ólafsson, Barry Lennon, Daníel Scheving Hallgrímsson, Halldór Þrastarson, Lilja Oddsdóttir, Pétur Bjarnason, Valur Birgisson, Sandra Rán Ásgrímsdóttir, Þorbjörg Hólmgeirsdóttir og Ævar Valgeirsson.