Hjúkrunarheimilið Suðurlandsbraut 66 tilnefnt til menningarverðlauna DV - Mannvit.is
Frétt - 01.03.2011

Hjúkrunarheimilið Suðurlandsbraut 66 tilnefnt til menningarverðlauna DV

Mörkinni hlaut á dögunum tilnefningu til menningarverðlauna DV á sviði byggingarlistar. Mannvit kom þar talsvert við sögu, en Mannvit vann með Yrki Arkitektum að þeirri lausn sem var valin eftir samkeppni. Mannvit vann svo í burðarþoli, lögnum, loftræstingu, brunahönnun og hljóðvist í þessum byggingum.


Hér fyrir neðan má sjá það sem dómnefndin skrifaði um bygginguna.
„Hjúkrunarheimilið í Mörkinni er afrakstur boðskeppni fyrir arkitekta um byggingu þjónustuíbúða og þjónustumiðstöðvar aldraðra og hjúkrunarheimilis. Hjúkrunarheimilið er á fjórum hæðum auk jarðhæðar sem er að hluta til niðurgrafin. Á efri hæðunum eru íbúðir, setustofur og fylgirými. Á neðstu hæðinni er aðalinngangurinn með móttöku, samkomusalur og salir og stofur undir kapellu, ásamt þjónusturými og skrifstofum.
Hjúkrunarheimilið er vandað og metnaðarfullt verkefni. Byggingin er staðsett innan stærra þjónustusvæðis sem, þegar lokið er, mun skapa samhangandi heild í umhverfinu. Mýkt í formi jarðhæðar tengist vel umhverfinu. Innanhúss er bjart og rúmgott og allur frágangur er til fyrirmyndar".