Hönnun Mannvits á kerfum í Hörpu fær viðurkenningu - Mannvit.is
Frétt - 06.12.2012

Hönnun Mannvits á kerfum í Hörpu fær viðurkenningu

Mannvit hefur hlotið viðurkenningu Lagnafélags Íslands fyrir lofsverð lagna- og loftræstikerfi í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu. Það var forseti Íslands sem veitti Mannviti viðurkenninguna við hátíðlega athöfn í Hörpu  28. nóv. sl. Mannvit var verðlaunað fyrir hönnun lagna-,  loftræsti-, brunavarna- og rafstýrikerfa. Aðrir sem hlutu viðurkenningu við þetta tækifæri voru Rambøll, Ísloft, ÍAV, Artec Consultants, Rafholt, Iðnaðartækni, Batteríið og Henning Larsen.

 

Tilgangur viðurkenninga Lagnafélagsins er að auka gæðavitund þeirra aðila sem starfa á þessum vettvangi og efla þróun í lagnamálum með bættum vinnubrögðum, vali á lagnaleiðum og lagnaefnum. Síðast en ekki síst er viðurkenningunum ætlað að vera hönnuðum og iðnaðarmönnum hvatning til að efla þekkingu sína á þessu sviði. Mannvit sérhæfir sig í hönnun lagnakerfa og býður heildstæða ráðgjöf og eftirlit, hvort sem um er að ræða hefðbundnar vatnslagnir, frárennsli og loftræstikerfi eða sérhæfðari verkefni á borð við hitakerfi, olíulagnir, snjóbræðslukerfi, vatnskælikerfi, þrýstiloftslagnir, vatnsúðunarkerfi og gasslökkvikerfi. Sérfræðingar Mannvits hafa hannað lagna- og loftræstikerfi fyrir íbúðar- og iðnaðarhúsnæði, verksmiðjur og verslunarmiðstöðvar, bæði heima og erlendis.

 

Mannvit er alþjóðlegt ráðgjafarfyrirtæki sem veitir þjónustu á sviði verkfræði, stjórnunar, rekstrar og EPCM-verkefnastjórnunar og er hið stærsta sinnar tegundar hér á landi. Fyrirtækið er ásamt dóttur- og hlutdeildarfélögum með starfsemi í Bretlandi, Bandaríkjunum, Ungverjalandi, Þýskalandi, Noregi og Chile auk Íslands. Hjá Mannviti starfa yfir 400 sérfræðingar með breiðan þekkingargrunn. Fyrirtækið er í eigu starfsmanna og hluthafar eru á annað hundrað talsins.