Cornerstone at Theistareykir Geothermal Power Plant - Mannvit.is
Frétt - 23.09.2016

Hornsteinn lagður að Þeistareykjavirkjun

Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, lagði í dag hornstein að Þeistareykjavirkjun við fjölmenna athöfn sem fram fór í stöðvarhúsinu. Á Þeistareykjum er nú verið að reisa 90 MW jarðvarmavirkjun í tveimur áföngum. Stefnt er að því að ljúka fyrri áfanga haustið 2017 og þeim seinni á fyrri hluta árs 2018. Þeistareykjavirkjun verður 17. aflstöð Landsvirkjunar. 

Í júní undirritaði Landsvirkjun lánasamninga við Norræna fjárfestingabankinn (NIB) um 50 milljóna Bandaríkjadollara langtímalán án ríkisábyrgðar vegna byggingar Þeistareykjavirkjunar og við Evrópska fjárfestingabankinn (EIB) að fjárhæð 125 milljónir evra til fjármögnunar á virkjuninni og borholum á Þeistareykjum.

Virkjunin verður með tveimur vélasamstæðum með 45 MW aflgetu hvor. Lokið hefur verið við kaup á öllum vél- og rafbúnaði. Mannvit-Verkís vann að hönnun virkjunarinnar og gerð útboðsgagna. Jafnframt verður veitt tæknileg aðstoð á framkvæmda- og prófunartímanum. Mannvit gerði verkhönnunarskýrslur, hannaði borholur, hafði tæknilegt eftirlit með borun á núverandi gufuholum og mat stærð jarðhitasvæðisins. Mannvit framkvæmdi jafnframt verkhönnun á háspennulínum og tengivirkjum ásamt mati á umhverfisáhrifum og sameiginlegu umhverfismati háspennulína og virkjana á svæðinu. 

Mannvit gerði verkhönnunarskýrslur, hannaði borholur, hafði tæknilegt eftirlit með borun á báðum jarðhitasvæðum og mat stærð jarðhitasvæðisins að Þeistareykjum. Að auki sá Mannvit um verkhönnun á háspennulínum, tengivirkjum og umhverfismat á línum.

 

Frétt af lagningu hornsteins virkjunarinnar í kvöldfréttum Stöðvar 2: