Ísfélagið Hráefnistankar Loðnuhrognavinnslu Uppsetning
Frétt - 23.09.2020

Hráefnistankar loðnuvinnslu Ísfélagsins reistir

Ísfélagið í Vestmannaeyjum vinnur að uppsetningu á fjórum 560 rúmmetra hráefnistönkum sem verða notaðir þegar verið er að landa úr skipum fyrir loðnuhrognavinnslu félagsins. Hráefnisgeymarnir standa við fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins á Nausthamarsbryggju.

Við vinnslu loðnuhrogna til manneldis eru talsvert meiri kröfur á búnað, efnisval og yfirborðsmeðhöndlun, heldur en við hefðbundna mjölvinnslu og lýsisvinnslu úr loðnu. Mannvit vann að gerð kostnaðaráætlunar fyrir hefðbundna hráefnisgeyma úr svörtu stáli, sem vera skyldu sandblásnir og málaðir að innan. Við skoðun Mannvits á verkefninu kom í ljós að tankar úr ryðfríu stáli voru mun betri kostur. Mannvit hefur unnið verkið í samvinnu við tæknideild Héðins og verkkaupa. Héðinn hf sér um og leggur til lagnir, dælur og annan búnað. Mannvit hannaði undirstöðu og annast byggingarstjórn framkvæmda auk aðstoðar við innkaup geymanna. 

 

Myndband Halldórs B. Halldórssonar frá uppsetningunni:

"Time-lapse" myndband frá Eyjafréttum: