Sjálfbærni Sandra Web
Frétt - 09.12.2021

Þurfa fyrirtæki að huga að sjálfbærni? - Hlaðvarp

Hvernig má innleiða aukna sjálfbærni í rekstur fyrirtækja og stofnana? Mikil vitundarvakning hefur orðið um sjálfbærni í þjóðfélaginu, en hverjir eru megin hvatar fyrirtækja til að huga að sjálfbærni? Hvers vegna eru Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna tekin með í þessu samhengi? Hvað gerist ef fyrirtæki huga ekki að sjálfbærni?

Eru íslensk fyrirtæki að gera áhugaverða hluti og erum við í stakk búin til þess að takast á við loftlagsáhættu hér á landi? Uppbygging mannvirkja getur verið áhættusöm ef ekki tekið er mið af loftlagsbreytingum. En hvar þarf helst að bregðast við loftlagsáhættu?

Sandra Rán Ásgrímsdóttir, sérfræðingur í umhverfi- og sjálfbærni hjá Mannvit sat fyrir svörum í afskaplega áhugaverðu spjalli við Maríu Stefánsdóttur, umhverfisverkfræðing í hlaðvarpi Mannvits. Hlustaðu í spilaranum hér fyrir neðan eða á Spotify og í Apple Podcasts appinu.

Hafðu samband við Söndru Rán í 422-3000 varðandi innleiðingu aukinnar sjálfbærni í rekstur.

Dæmi um þjónustu á sviði mannvirkja- og umhverfis er að finna hér:

Vottanir | Vinnustofa Heimsmarkmið SÞ | Sjálfbærni

Alla þætti hlaðvarpsins má finna hér.