Innivist og mygla - Mannvit.is
Frétt - 01.11.2018

Hvernig líður þér?

Ein mikilvægasta spurning er varðar vinnuumhverfi er um líðan starfsfólks. Mannvit veitir ráðgjöf á sviði mygluvandamála og bættrar innivistar hjá fyrirtækjum og stofnunum. Í viðtali við Ölmu D. Ívarsdóttur, sérfræðing á sviði innivistar og Kristján Guðlaugasson, verkfræðing í Fréttablaðinu þann 31.okt 2018 kemur fram að umfram allt er mikilvægt að tryggja fólki heilnæmt húsnæði. "Við verjum mestum tíma okkar innanhúss og hefur því innra umhverfið gríðarlega mikiláhrif á heilsu okkar og vellíðan,“ segir Alma Dagbjört Ívarsdóttir, sérfræðingur á sviði innivistar hjá Mannviti. Til að skapa heilnæmt innra umhverfi telur hún mikilvægtað hugað sé að fjölmörgum þáttum þegar kemur að hönnun nýbygginga og framkvæmdum en ekki sésíður mikilvægt að grípa til aðgerðatil að bæta ástand eldra húsnæðisog tryggja heilnæmi þess.  „Mörg dæmi eru um að fólk hafi verið lengi í skemmdu eðamenguðu húsnæði áður en gripið var til réttu aðgerðanna til að greina ástandið og gera viðeigandi úrbætur. Dæmi eru um að fólk hafi lengi lifað við óeðlilegt heilsufarslegt ástand, og hafa leitað skýringa í mörgum öðrum atriðum, þegar orsakirnar voru í raun raka-skemmdir í húsnæði sem það notaði.“ Alma segir einnig dæmum að eftir langvarandi óásættanlegt ástand hafi stórir vinnustaðir orðið að flytja alla starfsemina í annað húsnæði af því að skemmdir húsnæðinu menguðu inniloft svo mikið að það olli starfsfólki erfiðleikum.

Mikilvægasta spurningin?

„Að okkar mati er mikilvægasta spurningin ávallt: „Hvernig líður þér?“. Það ættu allir að geta verið nokkuð sammála um að almennt eigum við rétt á að okkur líði vel og að ástand húsnæðis hafi ekki áhrif á heilsu okkar. Að sjálfsögðu hafa óteljandi þættir áhrif á það hvernig okkur líður, en ef okkur líður t.d. almennt ekki vel í einhverri byggingu og hvað þá ef hún kallar fram hjá okkur lasleika eða veikindi eru það mjög skýr merki um að ástæða sé til að kanna ástandið.

Skoðun, viðtöl, mælingar

Orðið „innivist“ er notað sem heildarhugtak yfir alla þætti þess manngerða umhverfis sem bíður fólks þegar komið er inn í húsnæði.„Mannvit býður fyrirtækjum og stofnunum að skoða húsnæði með tilliti til gæða innivistar. Farið er umhúsnæðið og grafist fyrir um raka-skemmdir, gæði innilofts eru metin, m.a. með mælingum, talað við starfsfólk um líðan á vinnustað og fleira,“ segir Kristján Guðlaugsson, verkfræðingur hjá Mannviti. Í mjög mörgum tilfellum hefur skoðun Mannvits leitt til ábendingaum aðgerðir sem gætu bætt inni-vistina og iðulega snúa ábendingarnar ekkert síður að umgengni og notkun húsnæðisins, en að lagfæringum á skemmdum. „Í þessu samhengi er einnig ástæða til að nefna að sjaldnast er ástandið einhverju einu „að kenna“. Oftast eru vandamál við innivist flókin, skemmdir geta verið til staðar en eru ekki sýnilegar, loftskipti ekki nægileg, útgufun rokgjarnra lífrænna efna-sambanda frá byggingarefnum, óheppileg efni eru notuð við þrif o.s.frv. Einnig er mikilvægt að engin mannanna verk eru fullkomin, ekki byggingar fremur en annað og jafnvel þó það skyldi takast að reisa svo gott sem fullkomna byggingu, þá er áður en varir komið að viðhaldi og líklega má fullyrða að það sé aldrei fullkomið.“

Vöktun innivistar

Mannvit býður fyrirtækjum ogstofnunum að vakta innivist vinnu-staða. Í því felst að koma reglulega í heimsóknir á staðinn, skoða húsnæðið með tilliti til rakaskemmda, að mæla grunnatriði í loftgæðum og að tala við starfsfólk út frá spurningunni „Hvernig líður þér?“ Síðaner því sem við verðum áskynja stilltupp í mynd af ástandinu sem gefur vísbendingar um þætti sem gætiþurft að lagfæra til að tryggja góðainnivist og þar með auka líkur á að fólki líði vel. Þannig er þessi mikilvægasti mælikvarði á gæði innivistar virkjaður til hagsbóta fyrir starfsfólk og á endanum þar með einnig ávinningur fyrir fyrirtæki og stofnanir.