Hvernig má nýta metan?
Frétt - 26.05.2021

Hvernig má nýta metan?

Hverjar eru helstu áskoranir og tækifæri í nýtingu metans? Mannvit er þátttakandi í Nýsköpunarvikunni og Sigurður Páll Steindórsson, vélaverkfræðingur fjallar um nýtingarmöguleika metans og áhugaverð metan verkefni hjá SORPU, Te & Kaffi og Malbikstöðinni í beinu streymi, fimmtudaginn 27.maí kl. 8:30-9:00.

Metan hefur verið framleitt á Íslandi í meira en tvo áratugi. Hingað til hefur það einkum verið nýtt sem ökutækjaeldsneyti en nú stendur fyrir dyrum að finna nýja og fleiri notkunarmöguleika. Kemur þar einkum tvennt til, annars vegar hefur markaður fyrir metan-fólksbíla minnkað með rafbílavæðingu undanfarinna ára, og hins vegar hefur magn metans sem hægt er að framleiða aukist með tilkomu GAJA, nýrrar gas- og jarðgerðarstöðvar SORPU.

Stiklað verður á stóru í sögu metans á Íslandi. Rætt verður um áskoranir og tækifæri í nýtingu metans og fjallað um ný metanverkefni sem Mannvit hefur aðstoðað við hjá SORPU, Te & Kaffi, Malbikstöðinni og fleiri aðilum. Streymið er að finna hér.