Hydro 2018 - Mannvit.is
Frétt - 18.10.2018

Hydro 2018

Árleg vatnsaflsráðstefna Hydro var haldin í Gdansk, Póllandi dagana 15-17 október. Mannvit tók þátt á bás Íslandsstofu ásamt Verkís, Eflu, Vatnaskilum og Landsvirkjun Power. Íslandsstofa leiddi hópinn og hélt utanum sameiginlega básinn líkt og áður. Einar Erlingsson hjá Landsvirkjun Power og Sveinn Óli Pálmarsson framkvæmdastjóri Vatnaskila héldu örerindi á básnum um stækkun Búrfellsvirkjunar sem er nýlokið. Markmið fyrirtækjanna var að kynna sig og sækja verkefni á sviði vatnsaflsvirkjunar erlendis ásamt því að hlíða á erindi sérfræðinga á sviði hönnunar og ráðgjafar á vatnsaflsvirkjunum.