Iceland Geothermal Conference 2016 - Mannvit.is
Frétt - 22.04.2016

Iceland Geothermal Conference 2016

26 - 28 apríl fer fram Iceland Geothermal Conference 2016 í Hörpu. IGC 2016 er bæði alþjóðlega ráðstefna og sýning fyrir fyrirtæki sem þjónusta og vinna að jarðhitanýtingu. Íslenski jarðhitaklasinn stendur á bak við ráðstefnuna en yfir 650 gestir eru skráðir frá 45 þjóðum. Enn eru að berast skráningar og stefnir í stærsta jarðvarmaviðburð sem haldinn hefur verið á Íslandi.

Markmið ráðstefnunnar er að draga saman ólíka hópa úr viðskiptalífinu, stjórnsýslunni og af jarðhitasviðinu til þess að fjalla um áskoranir í nýtingu jarðhita og fjalla um leiðir til að auka jarðhitanýtingu í heiminum. Jafnframt er markmiðið að vekja athygli á þekkingu og reynslu íslenskra aðila. Áherslur ráðstefnunnar er á fýsileika og fjármögnun í jarðhitaverkefnum, ólíka nýtingarmöguleika jarðhita og rekstur jarðhitavirkjana og jarðhitasvæða. Árið 2020 verður haldið heimsþing jarðhita á Íslandi þannig að allt stefnir í að Ísland verði aðal umræðuvettvangur jarðhita í heiminum.

Mannvit er þátttakandi á sýningunni á standi I-2. Við hvetjum alla þátttakendur á ráðstefnunni til að koma við á bás okkar í stutt spjall. Jafnframt er starfsfólk Mannvits með erindi á ráðstefnunni. Elín Hallgrímsdóttir heldur erindi um holutoppsvirkjanir ásamt Yngva Guðmundssyni hjá Verkís: „Geothermal Well Head Units“. Árni Magnússon heldur erindi um áskoranir í fjármögnun jarðhitaverkefna: „Geothermal Development: Mission impossible? or possibly possible?“. Gábor Molnár frá Mannvit í Ungverjalandi heldur erindi um jarðhitanýtingu í A-Evrópu með áherslu á hitaveitur: „Geothermal Heat Utilization in Central Europe“.

Einnig mun Zoltan Salánki frá  EU- Fire fjalla um samfélagsleg áhrif af EGS verkefnis Mannvits og EU-Fire í Ungverjalandi undir yfirskriftinni „How to promote tomorrow's  strategy today? - The Social Impact of an EGS demonstration project in Hungary“.

Vefsíða sýningarinnar er www.geothermalconference.is. Einnig er hægt að sækja app fyrir ráðstefnuna hér.

Hluti af ráðstefnuupplifuninni er að lofa þátttakendum að sjá jarðhitavirkjanir og annað er tengist nýtingu hans. Af því tilefni er seinni partur miðvikudagsins 27 apríl tileinkaður vettvangsferðum.

Opnunartími ráðstefnunnar er:

þrið. 26 apríl: 14:00 - 20:00

mið. 27 apríl: 08:00 - 14:00

fim. 28 apríl: 08:00 - 18:00