Tónlistahús Hörpu - Mannvit.is
Frétt - 05.02.2016

Iceland Tourism Investment 2016 ráðstefna

29 febrúar til 1 mars fer fram Iceland Tourism Investment Conference & Exhibition 2016 í Hörpu. ITICE 2016 er bæði ráðstefna um fjárfestingar og viðskipti í ferðaþjónustu og sýning fyrir hina ýmsu birgja ferðaþjónustufyrirtækja. Mannvit er verður þátttakandi á sýningunni á standi nr.132.

Markmið ráðstefnunnar er að auka þekkingu rekstraraðila, fjárfestingasjóða, banka, stofnana og fjárfesta á öllum þáttum sem við koma rekstri og fjárfestingum í ferðaþjónustu, efla faglega umræðu og styðja við alla uppbyggingu í greininni. Þátttakendur eru innlendir og erlendir aðilar með þekkingu á fjárfestingum í ferðaþjónustu á Íslandi og víðar.

Á sýningunni munu íslenskir og erlendi birgjar ferðaþjónustuaðila, svo sem matvæla- og drykkjarvörufyrirtæki, bankar, lögfræðistofur, ýmis tækni- og fjarskiptafyrirtæki, húsgagnabirgjar, heildsölur o.fl., kynna vörur sínar og starfsemi. Vefsíða sýningarinnar er www.reykjavikconference.com.