Iceland Geothermal Conference 2018 - Mannvit.is
Frétt - 24.04.2018

IGC 2018 - Alþjóðleg jarðhitaráðstefna

Í dag hefst alþjóðleg jarðhitaráðstefna í Hörpu sem ber heitið Iceland Geothermal Conference 2018 og er frá 24 til 26 apríl. Á ráðstefnunni verða 80 erindi frá 40 löndum í 18 málstofum. Samhliða ráðstefnunni er sýning þar sem íslenskir og erlendir aðilar kynna vöru og þjónustu sína. Mannvit er með bás á sýningunni ásamt því að 2 sérfræðingar af jarðhitasviði munu halda erindi.

Dr. Ari Ingimundarson heldur erindi sem ber heitið Overview of Risk Mitigation - Success Stories í málstofu fyrir verkefnaþróun í Silfurbergi B milli kl. 11:00-12:30. Einnig mun Sigurður St. Arnalds halda erindi fyrir hönd hóps um þróun á sjálfbærnistaðli fyrir jarðhitavirkjanir undir heitinu Geothermal Sustainability Assessment Protocol. Jafnframt mun Auður Andrésdóttir, sérfræðingur á umhverfissviði, stýra málstofu um ný jarðhitaverkefni sem fram fer fimmtudaginn 26.apríl kl. 13:30-15:30. Samhliða ráðstefnunni verða hliðarviðburðir á vegum Jarðhitaskóla Sameinuðu Þjóðanna, Alþjóðabankans (World Bank), Global Geothermal Alliance (GGA), HR og á vegum IRENA (International Renewable Energy Agency).

Ráðstefnan er nú haldin í fjórða skipti en í þetta skiptið er reiknað með rúmlega 500 þátttakendum. Dagskrá ráðstefnunnar er að finna hér á heimasíðu ráðstefnunnar.