Innleiðing sjálfbærnistefnu hjá fyrirtækjum - Mannvit.is
Frétt - 15.02.2017

Innleiðing sjálfbærnistefnu hjá fyrirtækjum - morgunfundur

Framkvæmd sjálfbærnistefnu, áskoranir og reynslusögur sérfræðinga. Þriðjudaginn 21 febrúar stendur Mannvit fyrir morgunverðarfundi um innleiðingu sjálfbærnistefnu hjá fyrirtækjum. Þar fjalla íslenskur og erlendur sérfræðingur um aðferðafræði, áskoranir, fjárhagsleg áhrif og ávinning innleiðingar sjálfbærnistefnu.

Ragnheiður Ólafsdóttir, umhverfisstjóri Landsvirkjunar deilir sinni reynslu, árskorunum og því sem hvetur við innleiðingu og framkvæmd sjálfbærnistefnu Landsvirkjunar hérlendis.

Lars Riemann frá ráðgjafarfyrirtækinu Ramböll, mun m.a. fjalla um hvers virði sjálfbærni er í viðskiptum og hvernig sjálfbærnin hefur orðið rauður þráður í allri starfsemi Ramboll. Hann mun deila sinni reynslu og þekkingu af innleiðingu sjálfbærnistefnu og þeirri nálgun sem félagið hefur tekið í þeim málum. Ramböll hefur verið leiðandi fyrirtæki í Skandinavíu og á heimsvísu við innleiðingu sjálfbærnihugsunar hjá fyrirtækjum og stofnunum. Erindi Lars fer fram á ensku.

Nægt húsrými og allir velkomnir.

 

Dagsetning: Þriðjudagur 21.feb

Staðsetning: Urðarhvarf 6 í Kópavogi, fundarsalur Mannvits

Tímasetning:kl. 9:00 - 10:30.

Skráning hér 

 

Dagskrá 

8:30 Léttur morgunverður

9:00 Setning

Sigurhjörtur Sigfússon, forstjóri Mannvits

9:10 Sjálfbær þróun – reynsla Landsvirkjunar

Ragnheiður Ólafsdóttir, Landsvirkjun

9:30 Implementing sustainability

Lars Riemann, Ramböll

10:30 Dagskrá lýkur

 

Fyrirlesarar:

Ragnheiður Ólafsdóttir, Landsvirkjun

Ragnheiður er jarðverkfræðingur og hefur gegnt stöðu umhverfisstjóra Landsvirkjunar frá árinu 1998. Hún lauk prófi í jarðfræði frá Háskóla Íslands árið 1982 og prófi í verkfræði frá Tækniháskólanum í Stokkhólmi árið 1990. Áður en hún kom til Landsvirkjunar starfaði hún sem umhverfisverkfræðingur hjá verkfræðistofunni VBB Viak/Sweco í Sundsvall í Svíþjóð.

 

Lars Riemann, Ramböll

Lars er framkvæmdastjóri byggingarsviðs hjá Ramböll og hefur komið að innleiðingu sjálfbærnistefnu hjá Ramboll. Þar hefur hann fylgt eftir samstarfi, þjálfun og þekkingarmiðlun um sjálfbæra þróun þvert á öll svið fyrirtækisins. Ramböll hefur verið í lykilhlutverki í kolefnisjöfnun í Danmörku, bæði á sviði orku og bættri orkunýtingu í dönskum byggingum. Lars hefur yfir 20 ára reynslu á sviði viðskipta í tengslum við þróun og mat á hagkvæmni lausna. Þetta hefur leitt af sér aðferðarfræði við að breyta borgum í kolefnislaus samfélög án þess að leggja fjárhagslegar byrðar á opinbera kerfið.