Innviðir Á Íslandi 2021 Skýrsla Vegakerfi
Frétt - 17.02.2021

Innviðir á Íslandi - Skýrsla kynnt

Innviðir á Íslandi – ástand og framtíðarhorfur, er ný skýrsla Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga, sem kynnt var í beinu streymi frá Hörpu í dag. Í skýrslunni er metið umfang, ástand og framtíðarhorfur helstu innviða á Íslandi sem saman mynda lífæðar samfélagsins; flugvellir, hafnir, vegakerfi, fráveitur, hitaveitur, vatnsveitur, raforkuvinnsla, raforkudreifing- og flutningur, fasteignir ríkis og sveitarfélaga og úrgangsmál. Með fjárfestingum í innviðum er fjárfest í lífsgæðum þjóðarinnar, samkeppnishæfni atvinnulífsins og hagvexti framtíðarinnar. Skýrsluna í heild má finna hér.

Allar glærur frá kynningum dagsins er að finna á vef SI. 

Þátttakendur í dagskrá voru eftirfarandi:

  • Árni Sigurjónsson, formaður SI
  • Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI
  • Reynir Sævarsson, byggingarverkfræðingur hjá Eflu og formaður Félags ráðgjafarverkfræðinga
  • Ásmundur Magnússon, byggingartæknifræðingur á samgöngusviði hjá Mannviti
  • Sverrir Bollason, skipulagsverkfræðingur hjá VSÓ
  • Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI
  • Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
  • Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar
  • Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins
  • Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI

Hér má sjá kynningu Ásmundar Magnússonar, byggingartæknifræðings á samgöngusviði hjá Mannviti um vegakerfi landsins. 

Hér má finna fundinn í heild sinni:

Ljósmynd: Ásmundur Magnússon, á kynningarfundi SI í Hörpu.