Indonesia International Geothermal Convention - Mannvit.is
Frétt - 07.09.2018

Jarðhitaráðstefna Indónesíu

Þann 5 til 8 september stendur yfir jarðhitaráðstefnan IIGCE 2018 í Jakarta í Indónesíu. Mannvit er með bás á sýningarhluta ráðstefnunnar líkt og síðasta ár ásamt því að vera með erindi sem Dr. Ari Ingimundarson af jarðhitasviði Mannvits flytur. Erindið ber heitið "Analysis of risk mitigation strategies” og fjallar um leiðir til þess að draga úr áhættu við borun á rannsóknarholum í jarðhitaverkefnum.

Þema ráðstefnunnar er "Empowering Geothermal for Indonesia’s Energy Sustainability” en Indónesía er eitt þeirra landa sem framleiðir mest af raforku úr jarðhita. Mannvit deilir bás með CBN, sem er Indónesískt jarðhitafyrirtæki með mikla reynslu í jarðhitaverkefnum og verkefnastjórnun.