Argeo C9 2022 Geothermal Conference
Frétt - 02.11.2022

Jarðhitaráðstefna í Afríku

Mannvit tekur þá í ARGeo-C9, leiðandi ráðstefnu um þróun jarðhita í Afríku. Ráðstefnan fer fram í Djíbútí dagana 1.-7. nóvember 2022. Mannvit sækir ráðstefnuna sem sýnandi auk þess að standa fyrir hliðarviðburðum fyrir GRMF (Geothermal Risk Mitigation Facility) fyrir Austur-Afríku þar sem Mannvit er tæknilegur ráðgjafi hjá GRMF. Rödl & Partner er leiðandi ráðgjafi GRMF fyrir hönd Afríkusambandsnefndarinnar (AUC). Frá árinu 2014 hefur Mannvit verið tæknilegur ráðgjafi við þennan $122 M.USD sjóð en 12 lönd í Austur Afríku geta sótt í sjóðinn.

Sýningarbásinn er á vegum Green by Iceland (Grænvangur) sem við deilum með samstarfsaðilum okkar í jarðhitaverkefnum í Austur-Afríku; Verkís, Vatnaskil og Ísor (www.geothermal.is), auk lögfræðistofunnar BBA Fjeldco.

ARGeo-C9 er með sérstaka áherslu á viðfangsefni í jarðhitaþróun, allt frá frá jarðvísindrannsóknir, forðafræði, borun, rannsóknum í landinu, virkjunum, beinni nýtingu, verkefnastjórnun, nýrri tækni, stefnumótun og fjármögnun til jafnréttis kynjanna í orkumálum, umhverfismálum, heilbrigðis- og öryggismál, og félagslegra þátta.

Orkumálaráðherrar eftirfarandi landa verða viðstaddir: Búrúndí, Kómoreyjar, Lýðveldið Kongó, Djíbútí, Eþíópíu, Kenýa, Malaví, Mósambík, Rúanda, Sómalíu, Suður-Súdan, Tansaníu, Úganda og Sambíu.