IIGCE 2019.jpg
Frétt - 09.08.2019

Jarðhitaráðstefna í Indónesíu - IIGCE 2019

Mannvit tekur þátt í alþjóðlegri jarðhitasýningu og ráðstefnu, nefnd IIGCE 2019 sem haldin er dagana 13.-15. ágúst í Jakarta, höfuðborg Indónesíu. Mannvit er með sameiginlegan bás með CBN frá Indónesíu, Verkís og ÍSOR. Þar er á ferð hópur fyrirtækja sem unnið hafa saman að verkefnum á Íslandi, í Afríku og CBN í Asíu. Saman bjóða þessi fyrirtæki alhliða þjónustu við jarðhitafyrirtæki, verktaka og fjárfesta í Asíu. Hópurinn er með öflugt teymi sem getur veitt ráðgjöf um jarðhitaverkefni, allt frá rannsóknum til reksturs jarðhitavirkjana. Nánari upplýsingar um hópinn er að finna á www.geothermal.is

Um sýninguna
Sýning er haldin árlega í Jakarta og ber heitið IIGCE 2019. Samhliða sýningunni er ráðstefna þar sem markmiðið er að deila tæknilegri reynslu fyrirtækja við ýmsar áskoranir tengt jarðhitanýtingu. Þema ráðstefnunnar er „Að gera jarðhita að orku nútímans“. Vefsíða ráðstefnunnar er http://www.iigce.com/