Lilja Tryggavdóttir Ársfundur Grænvangs (1)
Frétt - 06.04.2021

Jarðhitaþekking til Afríku

Lilja Tryggvadóttir vélaverkfræðingur hjá Mannviti hélt erindið "Jarðhitaþekking til Afríku" um hlutverk Geothermal Risk Mitigation Facility (GRMF) og þátttöku Mannvits sem tæknilegur ráðgjafi sjóðsins á ársfundi Grænvangs (Green by Iceland) þann 23.mars 2021 í Hörpu. Ársfundurinn fjallaði um verkefni Grænvangs á árinu og framlag Íslands til loftlagsvænni framtíðar ásamt mik­il­vægi þess að halda áfram á sömu braut til að skapa sjálf­bæra fram­tíð með góðri samvinnu.

Íslandsstofa og Græn­vangur vinna saman að því að kynna Ísland sem leið­andi land á sviði sjálf­bærni í öfl­ugu sam­starfi við íslensku sendi­ráðin og íslensk fyr­ir­tæki. Sér­stök áhersla er lögð á sögu Íslend­inga af sjálf­bærri nýt­ingu end­ur­nýj­an­legrar orku og hringrás­ar­lausnum undir for­merkjum Green by Iceland. Grænvangur er sam­starfs­vett­vangur atvinnu­lífs og stjórn­valda um lofts­lags­mál og grænar lausnir og sinnir kynn­ing­ar­starfi á fram­lagi Íslands til lofts­lags­mála á erlendri grundu. Auk þess tekur Græn­vangur virkan þátt í að tengja íslenskt atvinnu­líf og stjórn­völd saman til að ná sam­eig­in­legu mark­miði um kol­efn­is­hlut­leysi 2040.

Á fundinum hélt Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra erindi þar sem hún sagði að,,Græn­vangur er mik­il­vægur sam­starfs­að­ili bæði hvað varðar þátt­töku atvinnu­lífs í að stuðla að því að mark­miði Íslands um sam­drátt í losun og kol­efn­is­hlut­leysi 2040 nái fram að ganga sem og auð­vitað því mik­il­væga starfi sem fer fram á erlendum vett­vangi við að kynna árangur og sér­fræði­þekk­ingu Íslend­inga í nýt­ingu end­ur­nýj­an­legra orkugjafa.”

Sig­urður Hann­es­son, stjórn­ar­formaður Græn­vangs og fram­kvæmda­stjóri Sam­taka Iðn­að­ar­ins sagði ,,með því að efla eft­ir­spurn eftir íslenskri sér­fræði­þekk­ingu erlend­is, örvum við hag­vöxt, sköpum eft­ir­sótt störf og ýtum undir nýsköpun á þessu sviði en Íslend­ingar hafa nú þegar þróað lofts­lags­lausnir sem skipta máli fyrir heiminn.”

Á árs­fund­inum sögðu verk­fræði­stofurnar Mannvit, EFLA og Verkís frá verk­efnum sem þær hafa komið að á heimsvísu. Verk­efni sem íslensk fyr­ir­tæki koma að erlendis hafa jákvæð áhrif á lofts­lags­mál og því getur kynn­ing á íslenskum grænum lausnum stutt við alþjóð­leg markmið um sam­drátt í losun.

Ljósmynd: Grænvangur