23 3078 Hladvarp Jasper 1920X1080
Frétt - 10.11.2023

Mannvit verður COWI: Miklir vaxtamöguleikar og tækifæri á Íslandi - Hlaðvarp

Í maí á þessu ári keypti alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækið COWI Mannvit en fyrirtækin hafa átt í farsælu samstarfi undanfarin ár, má þar nefna Borgarlínuverkefnið. Á milli þeirra er bæði viðskipta- og menningarlegt samspil og deila þau sömu gildum og sýn í átt að grænni og sjálfbærari framtíð. Jasper Kyndi, yfirmaður viðskiptaþróunar hjá COWI í Danmörku, situr hér fyrir svörum í nýjasta hlaðvarpsþætti okkar og fer m.a. yfir markmiðin, verkefnin, vegferðina og það sem er framundan.

Jasper segir að Ísland búi yfir mikilli sérstöðu hvað varðar endurnýjanlega orkukosti og sömuleiðis mannauðurinn, sem hefur mikla reynslu og sérfræðiþekkingu á sínu sviði. Markmiðið er að allir séu á sama báti hvað varðar sjálfbærni og grænar lausnir í öllum verkefnum.

"We do not want to work with fossils fuels anymore, we are exiting all projects with oil, coal, natural gas, because we think that is the services of the past – the services of the future are different and we want to transition our business towards those energy sources. We also made a choice were we said 100% of our projects need to promote sustainability – we do not want to work with clients who doesn‘t have an ambition towards being greener," segir Jasper m.a. í samtali við Maríu Stefánsdóttur umhverfisverkfræðing í hlaðvarpi Mannvits.

Hlustaðu í spilaranum hér fyrir neðan, á Spotify eða í Apple Podcasts-appinu.