Jólstyrkur Mannvits - Mannvit.is
Frétt - 14.01.2011

Jólstyrkur Mannvits

Sá siður hefur komist á hjá Mannviti að í stað þess að senda út jólakort er áætlað andvirði þeirra afhent sem styrkur til góðgerðafélags eða hjálparsamtaka. Í ár var það Hringurinn (styrktarfélag Barnaspítlans Hringsins) sem fékk styrkinn.

Fulltrúar frá Mannviti fóru og afhentu SKB styrkinn í dag. Á myndinni má sjá Unnar Víðir Víðisson, Auðunn Gunnar og Drífu Sigurðardóttur frá Mannviti afhenda  Hringskonum, Valgerði Einardóttur, Sjöfn Hjálmarsdóttur, Ágústínu Pálmarsdóttur og Sigrúnu Hjaltalín, styrkinn.

Hringurinn er kvenfélag, stofnað árið 1904. Félagið  hefur að  markmiði að vinna að líknar- og mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna. Aðalverkefni félagsins um áratugaskeið hefur verið uppbygging Barnaspítala Hringsins. Mörg önnur verkefni, sem tengjast veikum börnum, hafa verið studd og styrkt. Þau stærstu eru uppbygging Barna- og unglingageðdeildar Landspítala og rekstur Sjónarhóls, ráðgjafamiðstöðvar barna með sérþarfir.